top of page
einar murari.png

MÚR OG VIÐHALD

Um mig.

Ég stundaði sjómennsku frá því að ég var 15 ára og lauk henni um þrítugt. Þá var ákveðið að fara í nám við vefsíðuhönnun. Ég fann þó í endan á náminu að ég var ekki gerður til að sitja við skrifborð allan daginn og voru öll plön um þann starfsferil hennt í ruslið, enda búin að finna hvar ég fann mig í starfsumhverfi á þessu tíma.

Eftir að hafa starfað sem múrari í mörg ár, skall á hrun í efnahagslífinu ( 2008 ), og lítið var um að vera á Íslandi í múrverki. Var þá ákveðið að fara til Noregs í vinnu og starfaði ég í Hauganes í nokkra mánuði og í nærumhverfi Osló.

Eftir það fór ég til Svíþjóðar ( Göteborg ) og starfaði þar í 6 mánuði.

Eftir það, þá tók ég að mér verkefni á vegum Norrtëlje kommun um að kenna múrverk og uppsetningar á léttveggjum í fangelsi á svæði Stockholms.  Fangelsi sem skilgreint er sem öryggisfangelsi á stigi 4.  Þar starfaði ég í tvö ár ( samningur Norrtëlje kommun við sænska ríkið varaði í þennan tíma ).

Þetta var áhugaverður tími og fékk ég meiri innsýn inn í heim ógæfumanna á þessum tíma.

Námið gaf þessum aðilum meiri möguleika á að komast út á vinnumarkaðinn efir að afplánun þeirra mundi ljúka.  Þeir sem voru á námskeiðinu höfðu þá reynslu og kunnáttu sem samsvarar að hafa unnið við slíkt.  Ásamt að minnka námstíma í flísalögn og/eða múrverki ef viðkomandi hefði áhuga á að fara í slíkt nám.  Enda fengu þeir sem stunduðu námið punkta fyrir mætingu ásamt kunnáttu í námsbréf sem var samþykkt af ríkinu.

Eftir þessa vinnu, starfaði ég sem sjálfstæður verktaki í Svíþjóð.

Múr og viðhald er stofnað af Einari Bæring Elísyni, múrara.

Við vinnum við flest það sem viðkemur múrarafaginu, ásamt að vera í góðu samskiptum við aðra iðnaðarmenn sem vinna í öðrum byggingargreinum.

Við skilum af okkur ánægðum viðskiptavinum,

Einar Bæring Elíson
f. 17.06.1967.
Framkvæmdastjóri / múrari
bottom of page